MARKMIÐ, SÝN OG GILDI

MARKMIÐ, SÝN OG GILDI

Það má vel líkja fyrirtæki við húsbyggingu því ef ekki byggt á haldgóðum grunni er húsið ólíklegt til að standa af sér slæm veður og aðrar náttúruhamfarir. Fyrirtækið Takmarkalaust Líf ehf. er því byggt á grunni heiðarleika og hugrekkis og endurspeglast það í gildum fyrirtækisins.

MARKMIÐ:

Að vera Íslendingum hvatning til að líta lífið jákvæðum augum og gera sér ljóst að það eitt að breyta viðhorfi sínu getur aukið lífsgæði og fært okkur meiri hamingju. Markmiðið með Takmarkalausu Lífi er að hjálpa fólki að vera hamingjusamara og lifa einfaldara lífi en það nú þegar gerir. Þetta ætlar Takmarkalaust Líf að gera með því að halda námskeið, hópefli og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, einstaklinga, stofnanir, skóla, íþróttafélög og alla aðra sem vilja og/eða þurfa hvatningu, jákvæðni og nýja sýn á líf sitt.

SÝN:

Takmarkalaust líf er:

  • líf þar sem hver dagur hefur tilgang
  • líf þar sem allt sem þú gerir hefur tilgang
  • líf þar sem þú veist að þetta er nákvæmlega það sem þú vilt

GILDI:

Fyrirtækið Takmarkalaust líf leggur mikla áherslu á heiðarleika í öllum viðskiptum þar sem hin mannlegu gildi eru höfð að leiðarljósi. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig, er vísa sem aldrei er of oft kveðin.

Grunngildi okkar eru heilindi, hugrekki, umburðalyndi og jákvæðni.

HEILINDI

Án heilinda og heiðarleika eru allir aðrir mannkostir lítils virði.

HUGREKKI:

Forsenda allra framfara er að hafa hugrekki til að láta drauma sína rætast. Kjarklítil góðmennska er aum eign og ef hún hefur glatað öllum krafti, verður hún hættuleg gildra.

UMBURÐALYNDI:

Að taka fólki eins og það er án þess að dæma er dyggð góð „dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir”.

JÁKVÆÐNI:

Segðu eitthvað jákvætt við aðra og hrósaðu í einlægni. Það sem kemur frá hjartanu nær til hjartans. Að hafa gaman af lífinu er það sem lífið gengur útá. Eitt lítið bros getur gert kraftaverk og hláturinn lengir lífið.

TAKMARKALAUST LÍF LEGGUR LÍKA ÁHERSLU Á:

Eldmóð:

Eldmóðurinn einn og sér kemur manni nánast þangað sem maður vil fara. Gáfur og hæfileikar hafa mun minna forspárgildi um það hvort við náum markmiðum okkar heldur en hreinn og óbeislaður kraftur eldmóðsins.

Þakklæti og kærleika:

Að hugsa um allt það sem við getum verið þakklát fyrir gefur okkur mikla hamingju. Vertu þakklátur fyrir allt sem þú færð og það sem þú átt. Flest okkar eru mun ríkari en við gerum okkur ljóst dagsdaglega. Sýnum þakklæti í staðinn fyrir að kvarta yfir því sem við höfum ekki. Kærleikur er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra. Kærleikur er hvert góðverk sem þú vinnur.

Ásgeir ætla að halda áfram að láta drauma sína rætast og ætlar að verða öðrum hvatning og innblástur til að stefna lengra í lífinu á hvaða sviði sem er; í einkalífi, atvinnu, menntun, íþróttum og félagslífi.

Tökum stefnuna á hamingjusamara líf sem gefur okkur meira og gerir okkur kleift að gefa meira af okkur.

Fyrir hönd Takmarkalaust líf,

Ásgeir Jónsson